Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) sem hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar“ sbr. 4. grein hans. Sjá nánar hér: SRFF (íslensk þýðing, 3.útg.)

Lögfesting samningsins mun tryggja að fatlað fólk á Íslandi geti byggt rétt sinn á samningnum með beinum hætti. Það þýðir verulega réttarbót.

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hefur á síðustu árum unnið markvisst með beinum og óbeinum hætti að tryggja öllu fötluðu fólki á Íslandi, óháð skerðingum, kynjum, aldri eða stöðu að öðru leiti, öll þau réttindi sem felast í samningnum. Það hefur verið gert með ýmsum hætti eins og með fræðslu, fundum og bréfaskriftum til ráðamanna, umsögnum, undirskriftasöfnunum, kynningum, markaðherferðum, alþjóðlegu samstarfi og ritun svokallaðrar skuggaskýrslu.

Þrátt fyrir að hafa undirritað SRFF árið 2007 fullgiltu íslensk stjórnvöld samninginn ekki fyrr en 2016 og ekki enn hefur tekist að lögfesta hann enn. Alþingi samþykkti vorið 2019 þingsályktunartillögu sextán þingmanna að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið skuli lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020.

Allar upplýsingar um SRFF eru að finna á vef ÖBÍ: https://www.obi.is/is/samningur-sameinudu-thjodanna-um-rettindi-fatlads-folks