Við Háskóla Íslands er ráð er nefnist Ráð um málefni fatlaðs fólks sem að fundar einu sinni í mánuði og fer yfir málefni er tengjast fötluðum nemendum.

Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands stýrir hópnum og hægt er að leit til fulltrúans með mál er snúa að málefnum fatlaðra, hvort sem að um ræðir nemendur eða einstaklinga sem að sækja viðburði Háskóla Íslands.

Ráð um málefni fatlaðs fólks er skipað fimm einstaklingum tengdum háskólanum.

Ráðið skipa til 30. júní 2022:

  • Sveinn Guðmundsson, jafnréttisfulltrúi, formaður, skipaður án tilnefningar
  • Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræðum í Félags- og mannvísindadeild, tilnefnd af Félagi háskólakennara og Félagi prófessora (staðgengill fyrir Hönnu Björg Sigurjónsdóttur, prófessor, á haustönn 2020)
  • Ingólfur Aðalbjörnsson, byggingastjóri Háskóla Íslands, tilnefndur af framkvæmda- og tæknisviði
  • Þrúður Kristjánsdóttir, félagsráðgjafi, tilnefnd af náms- og starfsráðgjöf
  • Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, tilnefnd af Stúdentaráði
  • Hossein Asadollahi, tilnefndur af Stúdentaráði

Hlutverk ráðs um málefni fatlaðs fólks er:

 • að hafa yfirumsjón með málefnum fatlaðs fólks í Háskóla Íslands og nemenda með sértæka námsörðugleika, í umboði rektors og háskólaráðs;
 • að gangast fyrir reglubundinni endurskoðun á stefnu háskólans í málefnum fatlaðs fólks;
 • að undirbúa og fylgja eftir áætlunum um framkvæmd á stefnu háskólans í málefnum fatlaðs fólks;
 • að stuðla að samstarfi hinna ýmsu aðila sem að málaflokknum koma innan Háskóla Íslands, þar á meðal Náms- og starfsráðgjafar, jafnréttisnefndar, framkvæmda- og tæknisviðs, kennslusviðs, deilda og fræðasviða;
 • að veita ráðgjöf við hönnun nýbygginga á vegum Háskóla Íslands og gera tillögur um úrbætur sé þess þörf. Einnig að fylgja eftir að aðgengi á háskólasvæðinu sé í samræmi við stefnu um málefni fatlaðs fólks;
 • að afla tölulegra upplýsinga og birta skýrslu um málaflokkinn á þriggja ára fresti;
 • að hafa frumkvæði að fræðslu og umræðum um málefni fatlaðs fólks innan háskólasamfélagsins;
 • að fylgjast með nýmælum og því hvernig málefnum fatlaðs fólks er háttað við háskóla og aðrar sambærilegar stofnanir heima og erlendis, og stuðla að því að málefni fatlaðs fólks séu sjálfsagður þáttur í starfi háskólans.

Ráð um málefni fatlaðs fólks fylgist vel með rannsóknum, sem tengjast málefnum fatlaðs fólks í háskólasamfélaginu. Ráðið um málefni fatlaðs fólks fundar að jafnaði einu sinni í mánuði.