Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun er námsleið á námsbraut í þroskaþjálfafræði. Námið er einstaklingsmiðað og skipulagt út frá þörfum og áhuga hvers nemanda. Námið gefur 60 einingar í Háskóla Íslands.

Meginmarkmið námsins er tvíþætt:

    • Að undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa sem falla undir fræðasvið menntavísinda (störf á leikskólum, frístundaheimilum og á vettvangi fatlaðs fólks).
    • Að gera nemendum kleift að öðlast hagnýta þekkingu, leikni og hæfni í námsumhverfi án aðgreiningar í því skyni að efla félagslega færni þeirra og auka möguleika þeirra á þátttöku í samfélaginu.

Inntökuskilyrði eru fjögurra ára nám á starfsbrautum framhaldsskóla eða sambærileg menntun og starfsreynsla.

Frekari upplýsingar má finna hér: https://www.hi.is/starfstengt-diplomanam-fyrir-folk-med-throskahomlun