Heimasíða: https://www.hi.is/nams_og_starfsradgjof_1

Netfang: radgjof@hi.is

Símanúmer: 525 4315

Hlutverk Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands (NSHÍ) er að veita nemendum Háskólans margskonar stuðning og þjónustu meðan á námi stendur. Náms- og starfsráðgjöf sinnir erindum sem varða t.d.:

 • Almennar upplýsingar um nám við Háskóla Íslands
 • Námsval
 • Námstækni, vinnubrögð og próftöku
 • Stuðning í námi – svo sem upplýsingar um úrræði í námi
 • Starfsferilskrár, störf að loknu námi og starfsþróun
 • Sérúrræði vegna sértækra námsörðugleika, fötlunar eða veikinda

Þeir sem hyggja á nám við Háskóla Íslands eru velkomnir í NSHÍ til að fá ráðgjöf vegna námsvals. Daglega eru opnir viðtalstímar þar sem bæði almenningur og nemendur HÍ fá upplýsingar og námsráðgjöf.

 • Opnir viðtalstímar eru frá mánudegi til fimmtudags milli 13.00-15.30 og á föstudögum milli 10.00-12.00. Öllum er frjálst að nýta sér þá tíma.
 • Nemendur HÍ geta bókað viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa eftir samkomulagi í síma 525 4315
 • Skrifstofa Náms- og starfsráðgjafar er opin alla virka daga frá 10.00-12.00 og 13.00-16.00

Stuðningur í námi

Námsráðgjöf heldur utan um þjónustu sem Háskólinn veitir. Í sumum tilfellum þarf að virkja aðila utan Námsráðgjafar (t.d. glósuvini, aðstoðarmenn og táknmálstúlka) og því er mikilvægt að stúdentar sem vilja nýta sér úrræði skólans leiti til Námsráðgjafar um leið og ákvörðun um skólavist er tekin.

Þurfi stúdent á úrræðum eða stuðningi að halda í námi skal hann snúa sér til Námsráðgjafar Háskóla Íslands. Stúdent þarf að leggja til greiningu frá sérfræðingi þar sem fram kemur hvað hamli honum í námi og í framhaldi af því gera námsráðgjafi og stúdent skriflegt samkomulag um til hvaða úrræða skal gripið. Námsráðgjöf ber ábyrgð á að fylgja samkomulaginu eftir.

Heimasíða: https://www.ru.is/radgjof

Netfang: namsradgjof@ru.is.

Símanúmer námsráðgjafa HR: 599 6306, 599 6481, 599 6465 eða 599 6479

Náms- og starfsráðgjafar HR veita upplýsingar um námið við HR og aðstoða einstaklinga við að ná árangri í námi, átta sig á áhuga sínum og styrkleikum. Náms- og starfsráðgjöf býður upp á persónulega ráðgjöf og/eða eftirfylgni fyrir nemendur með fötlun eða sértæka námsörðugleika. Einnig getur náms- og starfsráðgjafi haft milligöngu um myndun minni stuðningshópa.

Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, hópráðgjöf og fjölbreytt þverfagleg námskeið. Einnig er gott samstarf við sálfræðiþjónustu HR.

Það er hægt að bóka tíma hjá okkur í náms- og starfsráðgjöf með tiltölulega einföldum hætti í gegnum bókunarkerfi Karaconnect https://app.karaconnect.com/register?clinic=329

Til þess að fá nánari upplýsingar um sérrúrræði í námi í Háskólanum í Reykjavík má sjá svör háskólans við spurningakönnun Réttinda-Ronju eða með því að fara inn á þessa vefslóð https://www.ru.is/radgjof/serurraedi-i-nami/

Heimasíða: https://www.unak.is/is/nemandinn/thjonusta/nams-og-starfsradgjof

Netfang: RADGJOF@UNAK.IS

Símanúmer námsráðgjafa HA: 460 8038, 460 8034 eða 460 8046

Náms- og starfsráðgjafar HA veita nemendum persónulega ráðgjöf. Allir geta leitað til námsráðgjafa – líka þeir sem eru ekki í HA. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Nánari upplýsingar um sérúrræði í námi í HA: https://www.unak.is/is/nemandinn/thjonusta/nams-og-starfsradgjof/studningur-vegna-sertharfa

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa er einstaklingsbundin. Meðal þess sem þeir gera er:

 • Leiðsögn, kennsla og ráðgjöf um bætt vinnubrögð í námi og námstækni
 • Ráðgjöf um námsval, námsframvindu og námskeiðsval
 • Ráðgjöf, leiðsögn og skráning vegna sérúrræða í námi
 • Kennsla, til dæmis námskeið í námstækni og í kvíðastjórnun, og stutt örnámskeið um allt mögulegt sem tengist náms- og starfsráðgjöf og persónulegri ráðgjöf
 • Starfsráðgjöf, áhugsaviðskönnun og námskeið

Heimasíða: https://www.lhi.is/namsradgjof

Netfang: bjorg@lhi.is

Símanúmer: ekkert símanúmer listað

Námsráðgjöf hefur það að markmiði að efla vitund nemenda um viðhorf sín, áhuga og hæfileika þannig að þeir fái notið sín í námi. Sjálfsnám er stór þáttur í háskólanámi og því mikilvægt að nemendur tileinki sér góðar námsvenjur strax í upphafi náms.

Náms- og starfsráðgjafi LHÍ er Björg Jóna Birgisdóttir. Hægt er að hafa samband í tölvupósti (bjorg@lhi.is) og panta viðtalstíma. Reynt er að finna tíma eins fljótt og mögulegt er. Námsráðgjafi er með skrifstofu í Þverholti en hittir nemendur í öðrum húsum LHÍ þegar á þarf að halda.

Í námsráðgjöf LHÍ er lögð áhersla á að styrkja nemendur með því að veita stuðning tengdum:

 • tækifærum og ögrunum í námi,
 • andlegri líðan og heilbrigðum lífsstíl,
 • samskiptum við nemendur og starfsfólk,
 • framtíðarsýn og tækifærum.

Heimasíða: https://www.bifrost.is/thjonusta/nams–og-starfsradgjof

Netfang: namsradgjof@bifrost.is

Símanúmer: 433-3028

Námsráðgjafi Háskólans á Bifröst er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. Hlutverk náms- og starfsráðgjafar er að veita nemendum margvíslegan stuðning og þjónustu meðan á námi stendur. Markmið ráðgjafarinnar er að stuðla að auknum árangri og vellíðan í námi. Náms- og starfsráðgjöf fer fram í trúnaði.

Helstu þættir þjónustunnar eru eftirfarandi:

Ráðgjöf um vinnubrögð í námi 

 • Markmiðssetning
 • Tímastjórnun og skipulag í námi
 • Prófundirbúningur og próftaka
 • Árangursrík hópvinna

Persónuleg ráðgjöf 

 • Stuðningur vegna persónulega mála sem hindra nemendur í nám
 • Kvíða- og streitustjórnun
 • Sjálfstyrking
 • Bætt samskipti og samstarf
 • Ráðgjöf vegna náms- og starfsvals
 • Áhugasviðsgreining og upplýsingar um nám og störf að námi loknu og ráðgjöf við val
 • Gerð starfsferilskráa (CV) og atvinnuumsókna
 • Undirbúningur fyrir atvinnuviðtöl

Ráðgjöf og úrræði vegna fötlunar eða sértækra námsörðugleika

 • Leitast er við að jafna aðstöðu og tækifæri til náms með sérúrræðum fyrir nemendur með sérþarfir.
 • Náms- og starfsráðgjöf skólans hefur yfirumsjón með sérúrræðum. Skilyrði fyrir sérúrræðum er að fyrir liggi greining viðeigandi sérfræðings á fötlun eða sérþörfum.
 • Ef um sérúrræði á námstíma er að ræða, þarf að skila vottorði/greiningu viku fyrir upphaf kennslu, ef um sérúrræði í prófum er að ræða skal skila inn vottorði mánuði fyrir fyrsta próf
  https://www.bifrost.is/thjonusta/nams–og-starfsradgjof/serurraedi-i-nami/

Heimasíða: http://www.lbhi.is/nams_og_starfsradgjof

Netfang: nams@lbhi.is

Símanúmer: 4335014

Náms- og starfsráðgjafi LBHÍ er Ástríður Margrét Eymundsdóttir. Hægt er að panta tíma hjá henni á netfangið: nams@lbhi.is

Náms- og starfsráðgjafi LBHÍ veitir nemendum ýmsa þjónustu, leiðbeiningar og stuðning á meðan á námi stendur og leggur áherslu á að sníða hana að þörfum þeirra sem eftir henni leita, m.a.

 • Ráðgjöf og leiðsögn um vinnubrögð í háskólanámi
 • Námskeið í námstækni og kvíðastjórnun
 • Ráðgjöf vegna sértækra námsörðugleika eða fötlunar
 • Ráðgjöf og leiðsögn á mati og greiningu á náms- og starfsfærni
 • Persónuleg ráðgjöf og stuðningur vegna tímabundinna erfiðleika í einkalífi
 • Áhugasviðsgreining
 • Starfsráðgjöf

Nemendur geta fengið leiðsögn um val á námi sem og upplýsingar um þá þjónustu sem stendur þeim til boða innan skólans. Náms- og starfsráðgjafi hefur umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértæka námsörðugleika.

Heimasíða: http://www.holar.is/almennt_efni/namsradgjof

Netfang: namsradgjof@holar.is

Símanúmer: 455-6300

Námsráðgjafi Háskólans á Hólum er Ástríður Margrét Eymundsdóttir. Fyrirspurnir og viðtalsbeiðnir má senda á namsradgjof@holar.is.

Helstu verkefni námsráðgjafa Háskólans á Hólum eru:

Ráðgjöf um vinnubrögð í háskólanámi
Markmiðs- og áætlanagerð
Námstækni
Úrræði vegna námserfiðleika
Lífstíll og venjur
Próftaka

Persónuleg ráðgjöf og stuðningur
Stuðningur og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika
Streitu og kvíðastjórnun
Samstarf við sérfræðinga í sértækum málum

Ráðgjöf við náms- og starfsval

Mat og greining á náms- og starfsfærni
Aðstoð við gerð ferilskrár og starfsumsókna
Bendill áhugasviðskönnun.