Hér eru upplýsingar um námsmannaíbúðir, bæði frá FS og Byggingarfélagi námsmanna. Nokkrar íbúðir hjá þeim eru ætlaðar fólki með hreyfihömlun. Ekki hika við að hafa samband við FS og/eða Byggingarfélag námsmanna og spurja út í þessar íbúðir.

Stúdentagarðar FS

Félagsstofnun stúdenta annast rekstur Stúdentagarða. Hlutverk þeirra er að bjóða námsmönnum við Háskóla Íslands til leigu hentugt og vel staðsett húsnæði á sanngjörnu verði. Húsnæðið er af ýmsum stærðum og gerðum; einstaklingsherbergi- og íbúðir, tvíbýli,  paríbúðir og tveggja-, þriggja- og fjögurra- herbergja íbúðir fyrir fjölskyldur. Jafnframt eru nokkrar íbúðir með aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk. Á háskólasvæðinu eru; Hjónagarðar, Vetrargarður, Ásgarðar, Gamli garður og Skerjagarður og Oddagarðar en Skuggagarðar eru á Lindargötu og Skógargarðar í Fossvogi

Í umsóknarferlinu er möguleiki á að haka við að íbúi hafi þörf á aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Fyrir frekari upplýsingar um Félagstofnun stúdenta og stúdentagarðana: Sími: 570 0800, netfang: studentagardar@fs.is og vefsíðan: http://www.fs.is/studentagardar/.

Byggingarfélag námsmanna

Byggingarfélag námsmanna rekur íbúðir fyrir námsmenn á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðin eru af ýmsum stærðum og gerðum. Nokkrar íbúðir eru ætlaðar fyrir fólk með hreyfihömlun. Þær eru á Bjarkavöllum í Hafnarfirði og í Skipholti í Reykjavík. Óska þarf sérstaklega eftir slíku aðgengi í umsókn um húsnæði.

Fyrir frekari upplýsingar um Byggingarfélag námsmanna og íbúðirnar: Sími: 570 6600, netfang: bn@bn.is og vefsíðan: http://www.bn.is.